Ný vefsíða lítur dagsins ljós
Ný vefsíða Innbaks er nú komin í loftið og er hún stór liður í stafrænni vegferð félagsins sem verður viðskiptavinum okkar til bóta.
Á vefnum er lögð áhersla á nýja vefverslun þar sem viðskiptavinir geta nú skoðað vöruúrval, sett saman sína lista, gengið frá pöntun, skoðað eldri pantanir og sótt hreyfingaryfirlit.
Síðan var unnin með Avista og um leið og við þökkum þeim fyrir gott samstarf hlökkum við til áframhaldandi þróunar og bestunar á vefnum.
Við erum mjög áhugasöm að fá ábendingar frá viðskiptavinum um það sem betur megi fara á netfangið [email protected]
Ef þú ert nýr eða núverandi viðskiptavinur og vantar aðgang inn í vefverslunina, þá getur þú sent okkur tölvupóst og við sendum þér aðgang um leið.